Ferill 114. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 114  —  114. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um nauðungarsölur og fjárnám hjá einstaklingum.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hversu mörg framhaldsuppboð voru auglýst af sýslumannsembættum árið 2018 í nauðungarsölumálum? Svar óskast sundurliðað eftir því hvort gerðarþoli var einstaklingur eða lögaðili, hvort máli lauk með sölu á uppboði, beiðni var afturkölluð eða felld niður, eða mál leitt til lykta með öðrum hætti.
     2.      Hverju sætir hið umtalsverða misræmi sem er á milli talna um fjölda nauðungarsala og fjárnámsgerða samkvæmt svörum ráðherra á þskj. 1638 í 818. máli 149. löggjafarþings, þskj. 1370 í 233. máli 148. löggjafarþings, þskj. 1007 í 521. máli 145. löggjafarþings og þskj. 1229 í 305. mál 143. löggjafarþings?
     3.      Telur ráðherra koma til greina að gera ráðstafanir til að með reglubundnum hætti verði birtar opinberlega upplýsingar eftir sýslumannsembættum um fjölda nauðungarsala og fjárnámsgerða?


Skriflegt svar óskast.