Ferill 133. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 133  —  133. mál.
Fyrirspurn


til félags- og barnamálaráðherra um fæðingar- og foreldraorlof.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hversu margir fengu greiðslur vegna fæðingarorlofs annars vegar og fæðingarstyrk hins vegar samkvæmt lögum um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000, á tímabilinu 1. janúar 2015 til 31. maí 2019? Óskað er eftir sundurliðuðum upplýsingum eftir ári, kyni, tekjubili, meðaltímalengd orlofstöku og tegundum fæðingarstyrkja.
     2.      Hversu margir fengu hámarksgreiðslu í fæðingarorlofi, sbr. 3. mgr. 13. gr. laga nr. 95/2000, á framangreindu tímabili? Hversu margir urðu fyrir skerðingu vegna þaks á fæðingarorlofsgreiðslum? Óskað er eftir sundurliðuðum upplýsingum eftir ári, meðaltímalengd orlofstöku og kyni.
     3.      Hversu langt fæðingarorlof að meðaltali tóku mæður annars vegar og feður hins vegar á framangreindu tímabili? Hversu margir fullnýttu rétt til fæðingarorlofs og hvernig skiptust sameiginlegu mánuðirnir þrír milli foreldra? Óskað er eftir sundurliðuðum upplýsingum eftir ári, kyni, tekjubili og tegundum fæðingarstyrkja.
     4.      Hversu margir dreifðu greiðslum vegna fæðingarorlofs yfir lengri tíma og hversu hátt hlutfall gerði það samhliða hlutastarfi á framangreindu tímabili? Óskað er eftir sundurliðuðum upplýsingum eftir ári, kyni, tekjubili og tegundum fæðingarstyrkja.
     5.      Hversu margir tóku samfellt fæðingarorlof á framangreindu tímabili? Óskað er eftir sundurliðuðum upplýsingum eftir ári, kyni, tekjubili og tegundum fæðingarstyrkja.
     6.      Hversu margir foreldrar fengu hvorki greiðslu úr Fæðingarorlofssjóði né greiddan fæðingarstyrk á framangreindu tímabili og hvað olli því? Óskað er eftir sundurliðuðum upplýsingum eftir ári og kyni.
     7.      Hver hefði orðið kostnaður ríkisins af því að hækka lágmarksgreiðslur í ígildi lágmarkstekjutryggingar kjarasamninga á hverjum tíma á framangreindu tímabili? Óskað er eftir sundurliðuðum upplýsingum eftir ári og kyni.
     8.      Foreldrar hversu margra barna, annaðhvort annað foreldri eða báðir, voru í fæðingarorlofi eða hlutu fæðingarstyrk samfellt fyrstu 3, 6, 9, 12, 15 og 18 mánuði af ævi barnsins á framangreindu tímabili? Óskað er eftir sundurliðuðum upplýsingum eftir ári, tekjubili og tegundum fæðingarstyrkja.
     9.      Hversu margir foreldrar nýttu rétt til foreldraorlofs á framangreindu tímabili? Óskað er eftir sundurliðuðum upplýsingum eftir ári, kyni, tekjubili og meðaltímalengd orlofstöku.


Skriflegt svar óskast.