Ferill 134. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 134  —  134. mál.
Fyrirspurn


til félags- og barnamálaráðherra um breytingu á lögum um fjöleignarhús.

Frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur.


     1.      Hefur starfshópur um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994, tekið til starfa? Ef svo er, hverjir sitja í starfshópnum?
     2.      Hvenær er gert ráð fyrir að starfshópurinn skili niðurstöðum sínum?


Skriflegt svar óskast.