Ferill 136. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 136  —  136. mál.
Fyrirspurn


til félags- og barnamálaráðherra um rafræna byggingargátt.

Frá Sigurði Páli Jónssyni.


     1.      Hvenær hófst vinna við gerð á rafrænni byggingargátt og úttektarappi hjá Mannvirkjastofnun?
     2.      Hvernig var ákvörðun tekin um smíði byggingargáttar annars vegar og úttektarapps hins vegar? Var efnt til útboðs og ef ekki, hvernig var ákvörðun tekin um samninga við birgja vegna verksins?
     3.      Hverjir hafa verið aðkeyptir sérfræðingar af hálfu Mannvirkjastofnunar vegna byggingargáttar og úttektarapps?
     4.      Hver er heildarkostnaður Mannvirkjastofnunar af uppbyggingu byggingargáttar og úttektarapps árin 2011–2017?
     5.      Er þróun byggingargáttar og úttektarapps lokið? Ef ekki, hver er áætlaður kostnaður við að ljúka smíðinni?


Skriflegt svar óskast.