Ferill 137. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 137  —  137. mál.




Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um varaaflsstöðvar.

Frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur.


     1.      Hversu mikla olíu hafa allar varaaflsstöðvar raforku á Íslandi notað árlega síðastliðin tíu ár?
     2.      Hvert hefur verið magn útblásturs frá sömu varaaflsstöðvum yfir sama tímabil?
     3.      Kemur til álita að nýta lífdísil í stað jarðefnaeldsneytis til að keyra varaaflsstöðvarnar?
     4.      Hvaða leiðir telur ráðherra heppilegar til að draga úr olíunotkun varaaflsstöðva raforku?


Skriflegt svar óskast.