Ferill 143. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 143  —  143. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um mengun skemmtiferðaskipa.

Frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur.


     1.      Er fylgst með mengun frá skemmtiferðaskipum sem heimsækja Ísland með reglubundnum mælingum við hafnir og í nánd við land? Ef svo er, hverjar hafa niðurstöðurnar verið? Ef svo er ekki, stendur til að koma á slíkum reglubundnum mælingum?
     2.      Hvernig telur ráðherra að bregðast skuli við mengun frá skemmtiferðaskipum sem heimsækja Ísland?