Ferill 144. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 144  —  144. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um sölu á ríkisjörðum.

Frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur.


     1.      Hvaða ríkisjarðir hafa verið seldar frá og með árinu 2000 og hvert var söluverðið? Óskað er eftir að nöfn jarða, landnúmer, söluverð og söludagsetning séu tilgreind.
     2.      Hverjir voru kaupendur jarðanna sem spurt er um í 1. tölul.? Óskað er eftir að tilgreind séu nöfn og kennitölur þeirra kaupenda sem unnt er að upplýsa um, hvort sem um ræðir einstaklinga eða fyrirtæki.
     3.      Hversu stórar voru jarðirnar í fjölda hektara?
     4.      Hverjum jarðanna fylgdu:
                  a.      vatnsréttindi,
                  b.      veiðiréttindi,
                  c.      námuréttindi,
                  d.      jarðhitaréttindi,
                  e.      réttindi til hagnýtingar gróðurs,
                  f.      réttindi til nýtingar reka,
                  g.      réttindi til hagnýtingar jarðrænna auðlinda?
         Óskað er eftir að tilgreint sé nánar hver réttindin voru í hverju tilviki.
     5.      Í hvaða tilvikum hélt ríkið eftir réttindum við sölu jarðanna með tilvísun í 40. gr. jarðalaga og um hvaða réttindi var að ræða?


Skriflegt svar óskast.