Ferill 150. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 150  —  150. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um strandveiðar árið 2019.

Frá Ingu Sæland.


     1.      Hver var heildarviðmiðun afla og veiddur heildarafli í tonnum í strandveiðum árið 2019?
     2.      Hvernig skiptist heildaraflinn í þorsk, ufsa, karfa, ýsu, steinbít og annað talið í prósentum og tonnum? Tölur óskast eftir svæðum og fyrir landið allt.
     3.      Hver var fjöldi landana á svæðum A–D?
     4.      Hvert var hlutfall svæða A–D af heildarviðmiði?
     5.      Hver var fjöldi báta á strandveiðum á svæðum A–D og samtals á landinu öllu?
     6.      Hver var hlutfallsleg skipting bátagerða, þ.e. smábáta í aflamarki, krókaaflamarki og báta eingöngu á strandveiðum?
     7.      Hver var heildarumframafli í þorski „yfir skammt“ í tonnum? Hversu hátt hlutfall var þetta af heildarkvóta? Hvert var hlutfall þessara tilvika í heildarfjölda landana? Hversu há upphæð var innheimt í ríkissjóð vegna umframafla?
     8.      Hvert var heildaraflaverðmæti strandveiða þorsks, ufsa, karfa og ýsu eftir svæðum og samtals? Hver voru meðalverðmæti þessara tegunda í strandveiðunum á öllu landinu og skipt eftir svæðum?
     9.      Hversu mikið af heildarafla af strandveiðum var selt í gegnum fiskmarkaði?
     10.      Hversu mikið af heildarafla af strandveiðum var selt til fiskvinnslna samkvæmt samningi um byggðakvóta á hverju veiðisvæði A–D? Svar óskast sundurliðað sem almennur byggðakvóti og byggðakvóti Byggðastofnunar.


Skriflegt svar óskast.