Ferill 156. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 156  —  156. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um hjólreiðastíga.

Frá Ólafi Þór Gunnarssyni.


     1.      Hefur farið fram kostnaðargreining á gerð hjólreiðastíga meðfram þjóðvegi 1 og helstu stofnleiðum? Ef svo er, hvert er kostnaðarmat sundurliðað eftir svæðum?
     2.      Er til áætlun um gerð framangreindra hjólreiðastíga?
     3.      Hefur farið fram mat á hagrænum áhrifum slíkra stíga með tilliti til ferðaþjónustu, ferðavenja almennings, umhverfisþátta og kolefnisjöfnunar?
     4.      Hefur verið haft samráð við samtök hjólreiðafólks og ferðaþjónustuaðila um áætlaða gerð framangreindra hjólreiðastíga?
     5.      Telur ráðherra að leggja beri aukna áherslu á hjólreiðastíga í þéttbýli og dreifbýli?


Skriflegt svar óskast.