Ferill 162. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 162  —  162. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um vistvæn innkaup.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvert er hlutfall vistvænna útboða af heildarfjölda útboða, þ.e. útboða með umhverfisskilyrðum, útboða sem taka mið af líftímakostnaði eða útboða sem á annan hátt eru til þess fallin að minnka umhverfisáhrif hjá Ríkiskaupum fyrir árin 2015–2018?
     2.      Hvernig hyggst ráðuneytið auka hlutfall vistvænna útboða á næstu árum og hvaða mælanlegu markmiðum er stefnt að því að ná fyrir árið 2021?


Skriflegt svar óskast.