Ferill 167. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 167  —  167. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um aldur ríkisstarfsmanna.

Frá Karli Gauta Hjaltasyni.


    Hvernig hefur verið aldursdreifing ríkisstarfsmanna sem hafa fengið fastráðningu eða verið skipaðir í embætti síðastliðin 10 ár? Óskað er eftir upplýsingum um skiptingu í aldursflokka frá 20–29 ára, 30–39 ára, 40–49 ára, 50–59 ára og 60 ára og eldri sem og um hlutfall hvers aldursflokks af öllum nýráðningum og skipunum í starf hjá ríkinu.


Skriflegt svar óskast.