Ferill 168. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 168  —  168. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um málefni Hljóðbókasafns Íslands.

Frá Guðmundi Andra Thorssyni.


     1.      Stendur til að skoða starfsemi Hljóðbókasafns Íslands í ljósi breyttra markaðsaðstæðna nú þegar æ meira tíðkast að gefa út bækur á almennum markaði sem hljóðbækur og þær eru í auknum mæli aðgengilegar í streymislausnum?
     2.      Hyggst ráðherra leita skýringa á því hvers vegna hlutfall lánþega Hljóðbókasafns er verulega hærra hér á landi en til dæmis annars staðar á Norðurlöndunum?
     3.      Telur ráðherra eðlilegt að bækur séu lesnar inn á vegum Hljóðbókasafns og dreift á sama tíma og þær koma út á almennum markaði á pappír, sem rafbækur og í hljóðbókarformi?
     4.      Telur ráðherra eðlilegt að sambærileg takmörkun sé til staðar þegar kemur að útlánum Hljóðbókasafnsins á einstökum verkum eins og á útlánum almennra bókasafna?
     5.      Telur ráðherra að sanngjarnar greiðslur komi fyrir afnot verka til höfunda og annarra rétthafa? Ef ekki, hyggst ráðherra gera bót á því?


Skriflegt svar óskast.