Ferill 171. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 172  —  171. mál.
Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um lagaheimild til útgáfu reglugerðar.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


    Við hvaða lögfræðilegar álitsgerðir eða aðra lögfræðilega ráðgjöf var stuðst af hálfu ráðherra við mat á því hvort 45. gr. raforkulaga, nr. 65/2003, sem veitir ráðherra heimild til útgáfu reglugerða um framkvæmd laganna, fæli í sér nægilega heimild til að veita lagagildi hér á landi Evrópureglugerðunum EB/713/2009 og EB/714/2009?


Skriflegt svar óskast.