Ferill 173. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 174  —  173. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um heimilisofbeldi.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvernig er skráningu heimilisofbeldis háttað hjá lögregluembættum? Óskað er sérstaklega eftir upplýsingum um andlegt ofbeldi sem fellur undir 218. gr. b almennra hegningarlaga.
     2.      Hvers konar brot áttu sér stað í málum sem féllu undir skilgreiningu lögreglu á heimilisofbeldi? Óskað er upplýsinga frá árunum 2009–2018, greint eftir árum og lögregluembættum.
     3.      Hversu mörg voru manndráp á árunum 1999–2018 hér á landi og hversu mörg þeirra falla undir skilgreiningu lögreglu á heimilisofbeldi? Óskað er eftir að fram komi upplýsingar sundurgreindar eftir árum, kyni og tengslum geranda og brotaþola.


Skriflegt svar óskast.