Ferill 174. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 175  —  174. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um rekstur hjúkrunarheimila.

Frá Guðjóni S. Brjánssyni.


     1.      Hver á og rekur einkahlutafélagið Vigdísarholt, hverjir skipa þar stjórn og hvað rekur Vigdísarholt mörg hjúkrunarheimili samkvæmt samningi við ráðuneytið?
     2.      Áformar eða aðhyllist ráðherra útvistun á þjónustu fleiri hjúkrunarheimila til einkahlutafélaga?
     3.      Hefur komið til álita að setja á laggirnar stofnun sem taki yfir starfsemi þessara hjúkrunarheimila eða að útvista rekstur þeirra til sveitarfélaga, í stað þess að fela einkahlutafélagi reksturinn?


Skriflegt svar óskast.