Ferill 175. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 176  —  175. mál.
Frumvarp til laga


um breytingu á umferðarlögum, nr. 77/2019.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd.


1. gr.

    Í stað orðanna „46. gr., 47. gr.“ í 94. gr. laganna kemur: 45.–47. gr.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.

    Með frumvarpinu er lagfærð vísun til ákvæða skv. 94. gr. umferðarlaga sem samþykkt voru á 149. löggjafarþingi. Í frumvarpi til laganna (219. mál) var kveðið á um í 95. gr. að brot gegn tilteknum ákvæðum laganna, m.a. 45. gr., varðaði sektum. Ákvæði 45. gr. hefur að geyma almennar reglur um akstur bifhjóla. Við meðferð málsins féll vísun til 45. gr. brott fyrir mistök en ekki var ætlunin að gera brot gegn því ákvæði refsilaust.
    Leggur nefndin því til að vísun til 45. gr. verði bætt við 94. gr. laganna.