Ferill 194. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 199  —  194. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um lyfjamál.

Frá Hönnu Katrínu Friðriksson.


     1.      Hversu háu hlutfalli af heilbrigðisútgjöldum hins opinbera hefur verið varið til lyfjakaupa undanfarin ár og hvert er þetta hlutfall annars staðar á Norðurlöndum?
     2.      Er Ísland fullgildur þátttakandi í samnorrænum lyfjaútboðum sem hafa verið boðuð og eru að einhverju leyti komin til framkvæmda? Hvernig hefur verið leyst úr vandamálum sem tengjast legu landsins og smæð lyfjamarkaðarins, t.d. varðandi kostnað við aðföng, dreifingu og skráningu?
     3.      Munu sameiginleg norræn útboð sporna við vaxandi lyfjaskorti á Íslandi og stuðla að því að lyfjaverð lækki?