Ferill 195. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 201  —  195. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um starfsmannafjölda Landsvirkjunar og launakjör yfirstjórnar.

Frá Þorsteini Sæmundssyni.


     1.      Hvernig hefur starfsmannafjöldi Landsvirkjunar þróast síðustu 20 ár? Óskað er eftir upplýsingum um fjölda starfsmanna eftir árum á tímabilinu 1999–2019.
     2.      Hvernig hafa launakjör æðstu stjórnenda breyst á sama tíma? Óskað er eftir upplýsingum um launakjör yfirstjórnar, þ.e. forstjóra, aðstoðarforstjóra, fjármálastjóra og annarra framkvæmdastjóra.


Skriflegt svar óskast.