Ferill 197. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 204  —  197. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um endurskoðun búvörusamnings fyrir mjólkurframleiðslu.

Frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur.


     1.      Hvenær má vænta þess að frumvarp vegna endurskoðunar á búvörusamningi fyrir mjólkurframleiðslu verði lagt fram á Alþingi?
     2.      Hverju hyggst ráðherra ná fram með endurskoðuninni?
     3.      Verður fjármagn til samningsins aukið, í heild eða einstaka liði?
     4.      Hver er stefna ráðherra um greiðslumark í mjólkurframleiðslu í ljósi þess að samkvæmt skoðanakönnun Landssambands kúabænda er vilji meðal félagsmanna til að halda áfram í greiðslumarki?