Ferill 201. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 210  —  201. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis.

Frá Þorgerði K. Gunnarsdóttur.


     1.      Hversu miklum fjármunum var varið til skógræktar, landgræðslu og endurheimtar votlendis árin 2013–2018? Óskað er upplýsinga um framlög hvert ár fyrir sig.
     2.      Hversu mikið magn kolefnis var bundið með skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis á þessu tímabili?
     3.      Hversu mikil var kolefnislosun frá landi á þessu tímabili, þ.m.t. landbúnaður?
     4.      Hversu miklum fjármunum hefur þegar verið varið til skógræktar, landgræðslu og endurheimtar votlendis á yfirstandandi fjárlagaári?
     5.      Hversu mikið kolefni verður bundið eða hversu mikið verður dregið úr losun þess með breyttri landnotkun á tímabilinu 2019–2022?
     6.      Hver er áætluð kolefnislosun (magn) frá landi á tímabilinu 2019–2022?


Skriflegt svar óskast.