Ferill 219. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 232  —  219. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um innflutning og notkun á jarðefnaeldsneyti.

Frá Birgi Þórarinssyni.


     1.      Hversu miklu magni hefur verið brennt á Íslandi af svartolíu árlega sl. 5 ár, annars vegar í skipum og hins vegar í vélum á landi?
     2.      Hversu miklu magni hefur verið brennt af skipagasolíu árlega á Íslandi sl. 5 ár?
     3.      Hve mikið hefur verið flutt inn árlega af flugvélaeldsneyti sl. 5 ár og það sem af er þessu ári?
     4.      Hvað má áætla að miklu flugvélaeldsneyti hafi verið brennt í íslenskri lofthelgi árlega sl. 5 ár?
     5.      Hvaða reglur gilda um brennslu svartolíu og skiptingu hennar yfir í hreinna eldsneyti, t.d. skipagasolíu, í landhelgi Íslands?
     6.      Nýta skemmtiferðaskip, flutningaskip, togarar og önnur skip svartolíu til að knýja annars vegar aflvélar skipanna og hins vegar ljósavélar í og við hafnir landsins? Óskað er eftir upplýsingum um notkun hvers flokks skipa sem að framan greinir.
     7.      Hvaða reglur gilda um notkun fyrrgreindrar olíu samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum? Hefur þessum reglum verið breytt á fyrrgreindu tímabili og þá hvernig?
     8.      Hvers vegna er svartolía ekki verðlögð þannig að ekki borgi sig að nota hana nema í sérstökum undantekningartilfellum í ljósi þeirra umhverfisáhrifa sem notkun hennar hefur í för með sér?
     9.      Hversu mikið hefur verið flutt inn af bensíni, dísilolíu og öðru brennanlegu jarðefnaeldsneyti árlega sl. 5 ár?
     10.      Hversu margir bensínbílar, dísilbílar og rafbílar hafa verið á bifreiðaskrá í árslok sl. 5 ár?


Skriflegt svar óskast.