Ferill 225. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 243  —  225. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um fasteignagjöld ríkisins.

Frá Óla Birni Kárasyni.


     1.      Hver eru heildarfasteignagjöld ríkisins, ríkisfyrirtækja og stofnana ríkisins, á árinu 2018?
     2.      Hvernig skiptast fyrrgreind fasteignagjöld á einstök sveitarfélög og hvað greiðir hvert ríkisfyrirtæki og stofnun til hvers sveitarfélags fyrir sig?
     3.      Hvaða starfsemi ríkisins er undanþegin greiðslu fasteignagjalda?
     4.      Hvernig hafa fasteignagjöld ríkisins þróast frá árinu 2000? Óskað er eftir sundurliðun eftir árum, á verðlagi hvers árs og á föstu verðlagi.


Skriflegt svar óskast.