Ferill 226. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 244  —  226. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um kostnað við húsnæði landlæknisembættisins, skrifstofuhúsnæði Landspítalans og húsnæði Blóðbankans.

Frá Sigurði Páli Jónssyni.


     1.      Hver var kostnaður við leigu á húsnæði landlæknisembættisins að Austurströnd 5 á Seltjarnarnesi frá áramótum 2010/2011 og þar til embættið flutti þaðan? Óskað er eftir upplýsingum um leiguverð á hvern fermetra og heildarleigu og sundurliðuðum rekstrarkostnaði vegna húsnæðisins.
     2.      Hver var kostnaður við leigu á húsnæði landlæknisembættisins á Barónsstíg 47 frá því að embættið fékk aðsetur þar árið 2011 og þar til embættið rifti leigusamningi? Óskað er eftir upplýsingum um leiguverð á hvern fermetra og heildarleigu og sundurliðuðum rekstrarkostnaði vegna húsnæðisins.
     3.      Hver er heildarkostnaðar landlæknisembættisins vegna ætlaðrar myglu í húsnæði á Barónsstíg 47? Óskað er eftir yfirliti þar sem fram komi allur kostnaður sundurliðað eftir því hvaða aðilar eða fyrirtæki fengu greitt og fyrir hvaða þjónustu.
     4.      Hversu margir útistandandi reikningar eru ógreiddir af hálfu landlæknisembættisins til leigusala á Barónsstíg 47 og hver er fjárhæð þeirra?
     5.      Hver er árlegur leigukostnaður og annar rekstrarkostnaður vegna:
                  a.      Eiríksgötu 5, skrifstofuhúsnæðis Landspítalans,
                  b.      Snorrabrautar 60, húsnæðis Blóðbankans?


Skriflegt svar óskast.