Ferill 233. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 251  —  233. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um menntun lögreglumanna.

Frá Unni Brá Konráðsdóttur.


     1.      Hvernig hefur sú breyting gefist að leggja niður Lögregluskóla ríkisins, færa námið á háskólastig og semja við Háskólann á Akureyri um að kenna lögreglufræði? Hefur helstu markmiðum með breytingunum verið náð?
     2.      Hefur farið fram úttekt á náminu?
     3.      Er fyrirhugað að efla starfsnám fyrir verðandi lögreglumenn?