Ferill 238. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 256  —  238. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um hafverndarsvæði.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hversu hátt hlutfall strandlengja og hafsvæða við Ísland telst til hafverndarsvæða?
     2.      Hvernig hyggst ráðherra ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um vernd strandlengja og hafsvæða fyrir lok árs 2020?
     3.      Ef vernda ætti alla strandlengju Íslands og hafsvæði til þess að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, hversu langt þyrfti það svæði að ná frá landi (námundað) ef landhelgi verndarsvæðis nær frá strandlengju?


Skriflegt svar óskast.