Ferill 239. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 257  —  239. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um þjóðaröryggi og birgðastöðu.

Frá Karli Gauta Hjaltasyni.


     1.      Hvaða viðbragðsáætlanir eru fyrir hendi ef flutningsleiðir að landinu lokast skyndilega eða teppast um ófyrirsjáanlegan tíma?
     2.      Eru birgðir á Íslandi af matvælum, eldsneyti og lyfjum eða áætlun um slíkt birgðahald við aðstæður eins og að framan er lýst? Hvert er efni áætlana um birgðir og endingartíma þeirra?
     3.      Hver hefur yfirumsjón með birgðastöðunni og hvernig er geymslu birgðanna háttað með tilliti til öryggis þeirra og aðgengis stjórnvalda að þeim?


Skriflegt svar óskast.