Ferill 240. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 258  —  240. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um aukinn útflutning á óunnum fiski.

Frá Sigurði Páli Jónssyni.


    Hyggst ráðherra sporna við síauknum útflutningi á óunnum fiski og grípa til aðgerða svo að fiskur sé fullunninn hér á landi þannig að skapist virðisauki? Ef svo er, hverjar eru þær aðgerðir og hvenær eru þær áformaðar? Ef ekki, hver er ástæðan?


Skriflegt svar óskast.