Ferill 242. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 260  —  242. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um dreifingu námslána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna.

Frá Ásgerði K. Gylfadóttur.


     1.      Hvernig dreifast lántökur úr Lánasjóði íslenskra námsmanna eftir lögheimili lántaka við upphaf náms á árunum 2009–2019, sundurliðað eftir sveitarfélögum og árum?
     2.      Hver er meðallánsupphæð lántaka hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna við upphaf afborgana eftir lögheimili lántaka á árunum 2009–2019, sundurliðað eftir sveitarfélögum og árum?
     3.      Hver er meðalfjöldi ára sem lántakar þiggja lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, sundurliðað eftir sveitarfélögum og árum frá 2009 til 2019?


Skriflegt svar óskast.