Ferill 244. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 265  —  244. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um markaðs- og kynningarmál heilbrigðisstofnana.

Frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur.


     1.      Hversu miklu fjármagni ver Landspítalinn árlega í markaðs- og kynningarmál, og þar af í rekstur samskiptadeildar sem hefur m.a. það verkefni að annast miðlun upplýsinga um starfsemi Landspítalans?
     2.      Hversu miklu fjármagni verja Sjúkrahúsið á Akureyri, heilsugæslur og aðrar heilbrigðisstofnanir í markaðs- og kynningarmál árlega?


Skriflegt svar óskast.