Ferill 246. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 267  —  246. mál.




Fyrirspurn


til forsætisráðherra um gildi varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna frá 1951.

Frá Þorgerði K. Gunnarsdóttur.


     1.      Telur þjóðaröryggisráð að varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna frá 1951 með viðbótum nái til:
                  a.      netöryggisvarna, sbr. 8. tölul. í þjóðaröryggisstefnu Íslands,
                  b.      ógna vegna hryðjuverka, sbr. 9. tölul. í þjóðaröryggisstefnu Íslands?
     2.      Hefur þjóðaröryggisráð skilgreint við hvaða aðstæður megi virkja varnarsamninginn? Ef svo er, hvaða aðstæður eru það?
     3.      Hefur þjóðaröryggisráð skilgreint ferli ákvarðana komi til þess að virkja þurfi samninginn? Ef svo er, hvernig er það ferli?
     4.      Telur þjóðaröryggisráð rétt að leita eftir því við stjórn Bandaríkjanna að gera viðbótarsamning við varnarsamninginn til þess að skilgreina betur til hvaða ógna gagnvart Íslandi samningurinn tekur og hvernig staðið skuli að ákvörðunum ef á reynir?
     5.      Ber þjóðaröryggisráð fullt og óskorað traust til Bandaríkjanna til að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt varnarsamningnum?


Skriflegt svar óskast.