Ferill 255. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 276  —  255. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um löggæslustörf á höfuðborgarsvæðinu.

Frá Unni Brá Konráðsdóttur.


     1.      Hver var fjöldi starfa hjá embættum héraðssaksóknara, ríkislögreglustjóra og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu 2008–2018, sundurliðað eftir embættum og starfsstigum innan lögreglunnar, sbr. reglugerð nr. 1051/2006?
     2.      Hver hefur þróun fjárheimilda verið til þessara embætta á sama tímabili?


Skriflegt svar óskast.