Ferill 259. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 280  —  259. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um atvika- og slysaskráningu.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


     1.      Hverjir af eftirtöldum aðilum skila upplýsingum um umferðarslys til Samgöngustofu:
                  a.      lögreglan,
                  b.      tryggingafélög,
                  c.      heilbrigðisstofnanir,
                  d.      björgunarsveitir,
                  e.      þjónustuaðilar, á vettvangi umferðaróhappa.
                  f.      aðrir?
     2.      Telur ráðherra ástæðu til að fá fleiri aðila til að skila upplýsingum um umferðarslys en nú er gert?
     3.      Má ætla að upplýsingar um slys skili sér með sama hætti af öllum gerðum vega og úr öllum landshlutum?
     4.      Telur ráðherra ástæðu til að innleiða einhvers konar atvikaskráningar til að auka öryggisvitund í umferðinni?


Skriflegt svar óskast.