Ferill 261. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 282  —  261. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um birtingu persónuupplýsinga í dómum og úrskurðum.

Frá Jóni Þór Ólafssyni.


     1.      Hvernig hyggst ráðherra bregðast við birtingu persónuupplýsinga í dómum og vinnslu einkaaðila á þeim persónuupplýsingum, sem fer gegn lögum um persónuvernd nr. 90/2018, sbr. úrskurði Persónuverndar í málum 2016/1783 og 2017/1999?
     2.      Hver er skylda stjórnvalda til að rannsaka slíka birtingu persónuupplýsinga og koma í veg fyrir hana?
     3.      Hvað hefur Persónuvernd fengið margar kvartanir um brot á friðhelgi einkalífs vegna upplýsinga sem birst hafa í dómum, og hvernig ber Persónuvernd að bregðast við slíkum kvörtunum?
     4.      Hverjir eru ábyrgðaraðilar þeirra persónuupplýsinga sem fyrirtækið Fons Juris birtir, þ.m.t. persónuupplýsinga í dómum Hæstaréttar, Landsréttar, Félagsdóms og dómum héraðsdómstóla sem birtir hafa verið rafrænt, ásamt úrskurðum og ákvörðunum um þrjátíu stjórnsýslunefnda og stofnana? Hefur Hæstiréttur Íslands, eða aðrir dómstólar og stjórnsýsluaðilar gefið fyrirtækinu leyfi til að vinna með persónuupplýsingar? Og ef ekki, hvernig hyggst ráðherra bregðast við því?


Skriflegt svar óskast.