Ferill 286. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 322  —  286. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um Rjóður og líknardeild í Kópavogi.

Frá Kristínu Traustadóttur.


     1.      Eru uppi áform um að nýta betur húsnæði Landspítalans í Kópavogi sem hýsir Rjóður og líknardeild en stendur að öðru leyti að mestu autt? Ef svo er, hvernig er áformað að nýta húsnæðið?
     2.      Hefur verið tekið til athugunar að bæta við úrræði Rjóðurs og bjóða upp á stuðning við ungt fólk með langvinn veikindi eða fötlun svo að það missi ekki alla þjónustu sem það hefur fengið þegar það verður 18 ára? Er stefnt að því að bjóða upp á frekari stuðning við ungt fólk með langvinn veikindi eða fötlun eftir 18 ára aldur?


Skriflegt svar óskast.