Ferill 290. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 326  —  290. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um losun gróðurhúsalofttegunda frá ökutækjum og alþjóðlegar skuldbindingar.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hver er hlutdeild ökutækja í losun gróðurhúsalofttegunda nú og hversu lítil þarf hún að vera til þess að Ísland nái markmiðum alþjóðlegra skuldbindinga sinna í loftslagsmálum?
     2.      Hvað vantar upp á til þess að Ísland nái að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum og hver er áætlaður kostnaður þess ef það næst ekki innan tímamarka? Ef svo fer að Ísland nær ekki að uppfylla skuldbindingarnar og þarf að standa straum af kostnaði vegna þess, hvert fara þeir fjármunir og með hvaða hætti verða þeir notaðir?


Skriflegt svar óskast.