Ferill 295. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 333  —  295. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um ráðstöfun Byggðastofnunar á aflaheimildum.

Frá Ingu Sæland.


    Hver var úthlutun Byggðastofnunar til byggðarlaga og skipa sem fengu úthlutað aflaheimildum skv. 10. gr. a laga nr. 116/2006, sundurliðað eftir fiskveiðiárum tímabilið 2013/2014– 2018/2019? Í svarinu komi fram:
     a.      skráningarnúmer, nafn og einkennisstafir skips, eigandi þess, heimahöfn, stærð og útgerðarflokkur viðkomandi skips,
     b.      úthlutað aflamark, úthlutaðar aflaheimildir Byggðastofnunar, magn heimilda sem flutt hefur verið frá skipi til skips í eigu annars aðila, afli og landaður afli í byggðarlagi af úthlutuðum aflaheimildum Byggðastofnunar. Fyrir fiskveiðiárin 2013/2014–2015/2016 taki svar til þorskígilda, þorsks, ýsu, ufsa og steinbíts. Fyrir fiskveiðiárin 2016/2017– 2018/2019 taki svar til þorskígilda, þorsks, ýsu, ufsa, steinbíts, gullkarfa, keilu og löngu.


Skriflegt svar óskast.