Ferill 300. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 338  —  300. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um fjóra tengivegi.

Frá Bjarna Jónssyni.


     1.      Hve miklum fjármunum verður varið á næsta ári til viðhalds og uppbyggingar á:
                  a.      Innstrandavegi nr. 68,
                  b.      Hegranesvegi nr. 764,
                  c.      Þingeyravegi nr. 721,
                  d.      Álftaneshreppsvegi nr. 533?
     2.      Telur ráðherra þá fjármuni nægja til fullnægjandi endurbóta á framangreindum vegum eða hyggst hann beita sér fyrir því að viðbótarfjármagn verði veitt til uppbyggingar þeirra og ef svo er, hve mikið og hvenær?
     3.      Liggur fyrir tímasett áætlun um hvenær bundið slitlag verður lagt á vegina og þeim framkvæmdum lokið?


Skriflegt svar óskast.