Ferill 301. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 339  —  301. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um slátrun sauðfjár og sölu afurða beint til neytenda.

Frá Bjarna Jónssyni.


     1.      Hefur ráðherra í hyggju að breyta reglum um örsláturhús og auka frelsi sauðfjárbænda til að slátra eigin lömbum og selja afurðir þeirra beint til neytenda? Telur ráðherra svigrúm innan gildandi löggjafar til þess að gera slíkar breytingar?
     2.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að þessum breytingum verði flýtt?


Skriflegt svar óskast.