Ferill 304. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 342  —  304. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um viðbrögð við aðvörun Evrópska kerfisáhætturáðsins.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


    Til hvaða aðgerða hyggst ráðherra grípa á hinum verðtryggða hluta íbúðalánamarkaðarins til að bregðast við aðvörun Evrópska kerfisáhætturáðsins (ESRB) frá 27. júní sl. um veikleika á íslenskum íbúðalánamarkaði sem taldir eru geta ógnað fjármálastöðugleika, sem er einkum há skuldsetning íslenskra heimila í hlutfalli við tekjur vegna mikillar útbreiðslu verðtryggðra jafngreiðslulána til langs tíma?


Skriflegt svar óskast.