Ferill 305. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 343  —  305. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um fjármagnstekjuskatt.

Frá Þorsteini Víglundssyni.


     1.      Hverjar voru tekjur ríkissjóðs af fjármagnstekjuskatti á tekjuárinu 2017? Svar óskast sundurliðað eftir fjármagnstekjuskatti af:
                  a.      innlendum bankainnstæðum,
                  b.      erlendum bankainnstæðum,
                  c.      vöxtum, arði og söluhagnaði af innlendum verðbréfasjóðum,
                  d.      arði af innlendum hlutabréfum,
                  e.      söluhagnaði af innlendum hlutabréfum,
                  f.      leigutekjum af íbúðarhúsnæði sem ekki er ætlað til atvinnurekstrar,
                  g.      vaxtatekjum af gjaldeyrisreikningum í bönkum,
                  h.      gengismun á gjaldeyrisreikningum í bönkum.
     2.      Er frítekjumörkum ráðstafað í þeirri röð sem fram kemur í 1. tölul.? Ef ekki, með hvaða aðferð þá?
     3.      Hve stór hluti frítekjumarka, í krónum talið, nýttist skattgreiðendum?
     4.      Hvernig sundurliðast framangreindar skattgreiðslur eftir aldri gjaldenda? Svar óskast sundurliðað eftir aldursbilunum:
                  a.      0–20 ára,
                  b.      21–40 ára,
                  c.      41–60 ára,
                  d.      61–70 ára,
                  e.      71 árs og eldri.
     5.      Hverjar voru tekjur ríkissjóðs af söluhagnaði einstaklinga af fasteignum sem ekki eru ætlaðar til atvinnurekstrar? Svar óskast sundurliðað eftir:
                  a.      íbúðarhúsnæði, auk fjölda tilfella,
                  b.      sumarhúsum, auk fjölda tilfella,
                  c.      aldri gjaldenda, eftir sömu aldursbilum og í 4. tölul.
     6.      Hve miklar voru skerðingar á bótum almannatrygginga hjá einstaklingum vegna söluhagnaðar af fasteignum sem ekki eru ætlaðar til atvinnurekstrar?


Skriflegt svar óskast.