Ferill 160. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 346  —  160. mál.
Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Ara Trausta Guðmundssyni um heimavist við Fjölbrautaskóla Suðurlands.


     1.      Hver er staða mála er varða heimavist handa nemendum í Fjölbrautaskóla Suðurlands?
    Ráðuneytinu hefur borist formlegt erindi er varðar ályktun starfshóps Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) um heimavist við Fjölbrautaskóla Suðurlands þar sem þess er óskað að starfrækt verði heimavist við skólann. Ráðherra hefur fundað með SASS og varð að samkomulagi að vinna sameiginlega að undirbúningi málsins. Vinna við gagnaöflun og kortlagningu á stöðunni er nú þegar hafin. Í framhaldi af greiningarvinnu verða næstu skref ákveðin.

     2.      Hyggst ráðherra stuðla að framgangi verkefnisins og ef svo er, hvernig?
    Ráðherra ber hag nemenda fyrir brjósti og leggur áherslu á að leita lausna í málinu.