Ferill 333. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 377  —  333. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um aðgerðir til að stuðla að aukinni framleiðslu á íslensku grænmeti.

Frá Bjarna Jónssyni.


     1.      Hvaða aðgerðum hyggst ráðherra beita sér fyrir til að skapa grænmetisrækt á Íslandi betri rekstrar- og vaxtarskilyrði?
     2.      Telur ráðherra koma til greina að styðja sérstaklega við uppbyggingu ylræktar á svæðum víða um land þar sem eru ákjósanleg skilyrði til ylræktar og tækifæri til framleiðslu á grænmeti, bæði til neyslu í héraði og á landsvísu, svo sem í tengslum við aðgerðir til að styrkja byggð? Ef svo er, þá hvernig?


Skriflegt svar óskast.