Ferill 209. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 378  —  209. mál.
Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um utanlandsferðir á vegum ráðuneytisins.


     1.      Hversu margar utanlandsferðir fóru árin 2016–2019:
                  a.      ráðherra,
                  b.      yfirstjórn,
                  c.      almennir starfsmenn,
                  d.      starfsmenn stofnana ráðuneytisins, sundurliðað eftir stofnunum?


Ár Ráðherra Aðstoðarmenn Yfirstjórn Almennir starfsmenn
2016 5 3 52 115
2017 6 4 36 132
2018 4 3 43 149
2019* 2 0 7 23
                              *Fyrstu níu mánuði ársins.

    Fjöldi ferða fyrir árin 2016– 2018 er samtala ferða fyrir yfirstjórn og almenna starfsmenn velferðarráðuneytisins, en 1. janúar 2019 var velferðarráðuneytinu skipt upp í ráðuneyti félagsmála og ráðuneyti heilbrigðismála. Þá skal tekið fram að aðstoðarmenn ferðast jafnan með ráðherra.
    Fyrirspurnin var send til fjórtán stofnana, Geislavarna ríkisins (GR), Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HAUST), Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN), Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU), Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS), Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða (HVEST), Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE), Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH), Heyrnar- og talmeinastöð Íslands (HTÍ), embættis landlæknis (EL), Landspítala (LSH), Lyfjastofnunar, Sjúkrahússins á Akureyri (Sak) og Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). Svör bárust í tæka tíð frá eftirfarandi stofnunum:

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.     2.      Voru ferðirnar kolefnisjafnaðar?
    Engin ferðanna var kolefnisjöfnuð svo vitað sé, utan ferða sem farnar hafa verið á vegum Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands á árinu 2019.

     3.      Er til fjarfundabúnaður í ráðuneytinu eða í stofnunum sem heyra undir ráðuneytið og ef svo er, hvar?
    Eign stofnananna og ráðuneytisins (HRN) á fjarfundabúnaði er eftirfarandi:

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     4.      Hversu margir fundir voru haldnir með fjarfundabúnaði árin 2016–2019 með aðilum í útlöndum?
    Almennt svöruðu stofnanir því til að ekki væri haldin skrá yfir fjölda fjarfunda. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, (HTÍ) svaraði á þann veg að árin 2018 og 2019 hefðu fjarfundir verið haldnir þegar hægt hefði verið að koma því við. Heilbrigðisstofnun Vesturlands, (HVE), tók fram að í vaxandi mæli væri notast við „skypefundi“ og streymisfundi. Ekki liggja fyrir upplýsingar í ráðuneytinu um fjölda fjarfunda sem haldnir hafa verið á tímabilinu, en fjárfest var í fjarfundabúnaði og hann tekinn í notkun á vormánuðum þessa árs og hefur töluvert verið nýttur. Þá eru „skypefundir“ notaðir í vaxandi mæli eftir að slíkur búnaður var settur upp í tölvubúnaði starfsmanna vorið 2018. Áður nýtti ráðuneytið gjarnan fjarfundabúnað sem var í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þrjár stofnanir svöruðu til um fjölda funda svo sem sjá má hér á eftir:

Ár HSN HSS GR
2016 0 0 13
2017 1 0 10
2018 1 0 18
2019* 2 0 17