Ferill 335. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 380  —  335. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um framkvæmd nauðungarsölu.

Frá Jóni Þór Ólafssyni.


     1.      Hvernig hyggst ráðherra bregðast við því sem kemur fram í kafla A í skýrslu ráðherra um framkvæmd embætta sýslumanna á lögum um aðför og lögum um nauðungarsölu, 995. mál á þskj. 2076 frá 149. löggjafarþingi, um að ekki sé gætt sérstaklega að því hvort lánveitandi hafi fullnægt ákvæðum 38. gr. laga um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016, með því að veita neytanda færi á að óska eftir öðrum úrræðum á borð við endurfjármögnun eða skilmálabreytingu til að leysa greiðsluerfiðleika neytandans áður en nauðungarsölu er krafist?
     2.      Telur ráðherra það samræmast skuldbindingum Íslands samkvæmt EES-samningnum sbr. 1. mgr. 28. gr. tilskipunar 2014/17/ESB um lánssamninga fyrir neytendur í tengslum við íbúðarhúsnæði, að ekki er gætt sérstaklega að því hvort fyrrgreindu ákvæði laga um fasteignalán til neytenda sé fullnægt við framkvæmd nauðungarsölu?
     3.      Telur ráðherra koma til greina að leggja til breytingar á lögum um nauðungarsölu þannig að heimild til að krefjast nauðungarsölu á grundvelli samnings um fasteignalán við neytanda verði háð því skilyrði að gerðarbeiðandi sýni fram á að fyrrgreindu ákvæði laga um fasteignalán til neytenda hafi verið fullnægt?
     4.      Telur ráðherra þörf á einhverjum öðrum aðgerðum til að tryggja að fyrrgreint ákvæði laga um fasteignalán til neytenda komi réttilega til framkvæmda í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt EES-samningnum?


Skriflegt svar óskast.