Ferill 338. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 383  —  338. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um menningarhús á landsbyggðinni.

Frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur.


     1.      Hvaða samningar um menningarhús á landsbyggðinni eru í gildi og hvenær falla þeir úr gildi?
     2.      Hyggst ráðherra endurnýja gildandi samninga og þá sem fallnir eru úr gildi?
     3.      Eru fyrirhugaðir nýir samningar um menningarhús á landsbyggðinni?


Skriflegt svar óskast.