Ferill 340. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 385  —  340. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um fjármálastofnanir og aðgerðir í loftslagsmálum.


Frá Kolbeini Óttarssyni Proppé.



     1.      Hvernig telur ráðherra að uppfylla megi ákvæði c-liðar 2. gr. Parísarsamningsins um aðgerðir í loftslagsmálum, sem fullgiltur var á Alþingi 19. september 2016, í gegnum eignarhald ríkisins á fjármálastofnunum og eigendastefnu?
     2.      Hvernig hugnast ráðherra að vinna að því að setja lánastofnunum almenn skilyrði um að taka skuli tillit til kolefnisspors verkefna í mati á lánshæfi?