Ferill 150. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 386  —  150. mál.
Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland um strandveiðar árið 2019.


     1.      Hver var heildarviðmiðun afla og veiddur heildarafli í tonnum í strandveiðum árið 2019?
    Heildarviðmiðun á strandveiðum árið 2019 var 11.100 tonn af kvótabundnum tegundum og 1.000 tonn af ufsa en 20% af andvirði hans rann í Verkefnasjóð sjávarútvegsins. Alls voru veidd 9.751 tonn af kvótabundnum tegundum auk 517 tonna af ufsa í VS.

     2.      Hvernig skiptist heildaraflinn í þorsk, ufsa, karfa, ýsu, steinbít og annað talið í prósentum og tonnum? Tölur óskast eftir svæðum og fyrir landið allt.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     3.      Hver var fjöldi landana á svæðum A–D?
    Á svæði A voru 6.561 landanir, á svæði B 3.343, á svæði C 3.079 og á svæði D 2.989.

     4.      Hvert var hlutfall svæða A–D af heildarviðmiði?
    Heildarviðmið af kvótabundnum tegundum var 11.100 tonn. Á svæði A var veitt 36% af viðmiði, á svæði B 18%, á svæði C 18%, á svæði D 15% en 12% af viðmiði var ekki veitt.

     5.      Hver var fjöldi báta á strandveiðum á svæðum A–D og samtals á landinu öllu?
    Á svæði A voru útgefin strandveiðileyfi 232, á svæði B 135, á svæði C 122 og á svæði D 139. Alls voru síðan útgefin 628 strandveiðileyfi 2019.

     6.      Hver var hlutfallsleg skipting bátagerða, þ.e. smábáta í aflamarki, krókaaflamarki og báta eingöngu á strandveiðum?
    Af 628 leyfum voru 125 bátar eingöngu með strandveiðileyfi, krókaaflamarksbátar voru 445 og aflamarksbátar 58.

     7.      Hver var heildarumframafli í þorski „yfir skammt“ í tonnum? Hversu hátt hlutfall var þetta af heildarkvóta? Hvert var hlutfall þessara tilvika í heildarfjölda landana? Hversu há upphæð var innheimt í ríkissjóð vegna umframafla?
    Heildarumframafli í óslægðum þorski var 154 tonn. Það eru 1,58% af heildarkvótanum. Af löndunum var 28% með umframafla. Innheimtar voru í ríkissjóð vegna umframafla 41.879.941 kr.

     8.      Hvert var heildaraflaverðmæti strandveiða þorsks, ufsa, karfa og ýsu eftir svæðum og samtals? Hver voru meðalverðmæti þessara tegunda í strandveiðunum á öllu landinu og skipt eftir svæðum?

Heildarverðmæti eftir tegundum og svæðum í kr.
SA SB SC SD Alls verðmæti
Þorskur 1.154.431.227 582.533.475 690.607.673 469.610.752 2.897.183.127
Ýsa 159.524 2.295.781 2.159.611 202.245 4.817.161
Ufsi 24.641.327 12.969.628 10.599.856 41.208.563 89.419.374
Karfi 4.522.436 5.865.669 1.746.312 5.299.206 17.433.623
1.183.754.514 603.664.553 705.113.452 516.320.766 3.008.853.285

Meðalverð tegunda eftir svæðum í kr.
SA SB SC SD Allt landið
Þorskur 307 318 354 316 321
Ýsa 206 301 310 201 294
Ufsi 106 97 101 113 107
Gullkarfi 230 257 244 255 248

     9.      Hversu mikið af heildarafla af strandveiðum var selt í gegnum fiskmarkaði?
    Af strandveiðiafla voru 8.088 tonn seld í gegnum fiskmarkað, auk 517 tonna af ufsa en 20% af andvirði hans rann í Verkefnasjóð sjávarútvegsins.

     10.      Hversu mikið af heildarafla af strandveiðum var selt til fiskvinnslna samkvæmt samningi um byggðakvóta á hverju veiðisvæði A-D? Svar óskast sundurliðað sem almennur byggðakvóti og byggðakvóti Byggðastofnunar.

    Eftirfarandi tafla sýnir hvernig afli á strandveiðum var nýttur sem mótframlag til byggðakvóta og seldur til fiskvinnslna samkvæmt vinnslusamningi þar um.
Svæði

kg

SA
364.423
SB 38.870
SC 82.498
SD 45.565
Alls 531.356

    Ekki er um mótframlag að ræða vegna byggðakvóta Byggðastofnunar.