Ferill 342. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 390  —  342. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um ýsuveiðar.

Frá Sigurði Páli Jónssyni.


    Hyggst ráðherra bregðast við þeirri stöðu að hluti útgerðarmanna hefur minnkað ýsuveiðar upp á síðkastið þar sem aflahlutdeild í ýsu var skert um 30% fyrir fiskveiðiárið 2019–2020 sem hefur leitt til þess að útgerðar- og sjómenn hafa litlar veiðiheimildir og gengur illa að fá ýsu leigða? Ef svo er, hvaða aðgerða má vænta af hálfu ráðherra vegna þessa?


Skriflegt svar óskast.