Ferill 343. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 391  —  343. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um aðgengi hælisleitenda að almenningssamgöngum.


Frá Steinunni Þóru Árnadóttur.


     1.      Telur ráðherra að sú tilhögun að veita hælisleitendum, sem vistaðir eru í bæjarfélögum í grennd við höfuðborgarsvæðið, einungis aðgang að almenningssamgöngum innan viðkomandi sveitarfélags sé fullnægjandi og dugi til að rjúfa einangrun þessa hóps?
     2.      Stefnir ráðherra að því að breyta þessari tilhögun svo að t.d. hælisleitendur, sem vistaðir eru á Ásbrú í Reykjanesbæ, eigi hægara með að nýta sér strætisvagnasamgöngur til Reykjavíkur?