Ferill 344. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 392  —  344. mál.
Fyrirspurn


til félags- og barnamálaráðherra um fjölda og birtingu dóma og úrskurða Félagsdóms.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hversu margir dómar og úrskurðir hafa verið kveðnir upp í Félagsdómi frá 2014? Óskað er eftir sundurgreiningu eftir árum.
     2.      Hver var meðaltími frá uppkvaðningu til birtingar? Hver var stysti tími frá uppkvaðningu til birtingar annars vegar og lengsti tími hins vegar hvert ár? Óskað er eftir sundurgreiningu eftir árum.
     3.      Hversu margir dómar og úrskurðir eru óbirtir og frá hvaða árum? Hver er ástæða þess að hluti dóma og úrskurða hefur ekki verið birtur?
     4.      Hvaða reglur og viðmið gilda um birtingu dóma og úrskurða og tímafresti?


Skriflegt svar óskast.